Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Að lokum
24.11.2010 | 19:04
Jæja gott fólk þá er komið að lokum þessa verkefnis, en bloggsíða Litlu Skruddu er verkefni í námskeiði er ber það virðulega heiti, Internetið í bókasafns- og upplýsingafræði. Námskeiðið er hluti af námi mínu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Hvort haldið verði áfram að blogga hér verður tíminn einn að leiða í ljós, en einhvern veginn læðist sá grunur um heilabú mitt að það séu litlar líkur á því ... og þó aldrei að segja aldrei.
Að lokum óskar Litla Skrudda öllum gleðilegra jóla ... bókajóla.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafrænar bækur
24.11.2010 | 18:39
Litla Skrudda var að enda við að lesa blaðagrein sem fjallar um rafrænar bækur eftir Hrafnhildi Hreinsdóttur og birtist í Bókasafninu árið 2001. Mjög svo athyglisverð og fróðleg blaðagrein þar sem Hrafnhildur er að velta fyrir sér kostum og göllum rafrænna bóka, hver framtíð þeirra muni verða og veltir því fyrir sér hver áhrif rafrænna bóka eigi eftir að verða á bókasöfn. Hrafnhildur skrifar um tilraunir sem gerðar hafa verið með rafrænar bækur, útgefendur þeirra og verð á þeim. Hrafnhildur kemur líka inná hvað rafræn bók er og hvernig er hægt að nálgast þær, lesa og hvaða forrit eru hentug til þess.
Hrafnhildur veltir fyrir sér spurningum sem margir, já og sennilega flest allir, hafa spurt sig að síðan fyrsta rafræna bókin kom á markað. Í þeim flokki tel ég vera stærstu spurninguna, höfundarrétturinn og það hvernig við getum varið hann með kjafti og klóm þegar bókin er komin á rafrænt form á Internetinu.
Eins og áður hefur komið fram er blaðagreinin mjög fróðleg og er Litla Skrudda miklu fróðari um rafrænar bækur en áður og getur í sannleika sagt ekkert út á blaðagreinina sett, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því þó svo að greinin sé skrifuð árið 2001 þá er hún í fullu gildi enn og vel þess virði að lesa.
Litla Skrudda mælir því eindregið með því að þið lesið þessa grein og hægt er að nálgast hana á http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2407452&issId=185250&lang=is
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það dregur til tíðinda.
16.11.2010 | 21:21
Loksins, loksins eru þau komin, tíðindin sem Litla Skrudda er búin að bíða eftir, með mikilli eftirvæntingu, í eitt stykki ár. Enda hefur ekki verið gert mikið af viti hér á bæ síðan tíðindin komu. Okey, okey það eru svo sem engin ný tíðindi og því síður bókatíðindi. Sem sagt bókatíðindi 2010 eru komin og er Litla Skrudda er búin að fletta þeim aftur á bak og áfram. Búin að sjá nokkrar eða kannski frekar margar, margar bækur sem hún gæti hugsað sér að eignast, lesa og setja í bókahillurnar. Því einhvern veginn er það þannig að þótt bókahillurnar séu fullar, stór stafli á náttborðinu og eitthvað í geymslu, þá á maður aldrei nóg af bókum.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt 24.11.2010 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Are Blog Here to Stay?
8.11.2010 | 16:43
Síðasta haust las Litla Skrudda blaðagrein er heitir þvi virðulega nafni Are Blogs Here to Stay?: An Examination of the Longevity and Currency of a Static List of Library and Information Science Weblogs eftir Kay Johnson.
Spurningunni Are Blog Here to Stay? hafði verið varpað fram og því ákvað höfundur að kynna sér hversu oft bloggsíður væru uppfærðar og hversu langlífar þær væru. Könnun var gerð á meðal bókasafnsfræðinga sem blogga á BlogBib. Könnunin tók yfir tímabilið frá janúar 2007 til apríl 2008 og skoðaði hún 89 bloggsíður sem reyndar fækkaði síðan í 82 og er greinin byggð á þeirri könnun.
Litla Skrudda getur ekki sagt að henni að henni hafi þótt greinin skemmtileg til aflestrar en viðurkennir jafnfram að það getur verið erfitt að skrifa skemmtilega grein um könnun af þessu tagi. Greinin er í raun svolítið þurr skýslugerð sem þarf ekki að koma á óvart, þar sem verið er að skrifa um könnunina og framkvæmt hennar. Þessi grein er um margt athyglisverð en alls ekki marktæk sem slík um bloggiðkun fólks almennt, þar sem höfundur einbeitir sér að bloggiðkun ákveðins hóps innan bloggheimsins. Því er ekki hægt að segja að þetta sé mjög vísindaleg könnun um hinn almenna bloggara, eða þá að nafnið á greininni ætti að vera annað. Og þar liggja einmitt að mínu mati hin stóru mistök höfundar.
Niðurstaðan eftir lestur greinarinnar er því sú að nafnið á henni er bandvitlaust og gefur manni til kynna að um sé að ræða úttekt á hinum stóra og víðfema bloggheimi.
Hægt er að nálgast greinina á http://www.sciencedirect.com
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)