Að lokum
24.11.2010 | 19:04
Jæja gott fólk þá er komið að lokum þessa verkefnis, en bloggsíða Litlu Skruddu er verkefni í námskeiði er ber það virðulega heiti, Internetið í bókasafns- og upplýsingafræði. Námskeiðið er hluti af námi mínu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Hvort haldið verði áfram að blogga hér verður tíminn einn að leiða í ljós, en einhvern veginn læðist sá grunur um heilabú mitt að það séu litlar líkur á því ... og þó aldrei að segja aldrei.
Að lokum óskar Litla Skrudda öllum gleðilegra jóla ... bókajóla.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.