Rafrænar bækur
24.11.2010 | 18:39
Litla Skrudda var að enda við að lesa blaðagrein sem fjallar um rafrænar bækur eftir Hrafnhildi Hreinsdóttur og birtist í Bókasafninu árið 2001. Mjög svo athyglisverð og fróðleg blaðagrein þar sem Hrafnhildur er að velta fyrir sér kostum og göllum rafrænna bóka, hver framtíð þeirra muni verða og veltir því fyrir sér hver áhrif rafrænna bóka eigi eftir að verða á bókasöfn. Hrafnhildur skrifar um tilraunir sem gerðar hafa verið með rafrænar bækur, útgefendur þeirra og verð á þeim. Hrafnhildur kemur líka inná hvað rafræn bók er og hvernig er hægt að nálgast þær, lesa og hvaða forrit eru hentug til þess.
Hrafnhildur veltir fyrir sér spurningum sem margir, já og sennilega flest allir, hafa spurt sig að síðan fyrsta rafræna bókin kom á markað. Í þeim flokki tel ég vera stærstu spurninguna, höfundarrétturinn og það hvernig við getum varið hann með kjafti og klóm þegar bókin er komin á rafrænt form á Internetinu.
Eins og áður hefur komið fram er blaðagreinin mjög fróðleg og er Litla Skrudda miklu fróðari um rafrænar bækur en áður og getur í sannleika sagt ekkert út á blaðagreinina sett, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því þó svo að greinin sé skrifuð árið 2001 þá er hún í fullu gildi enn og vel þess virði að lesa.
Litla Skrudda mælir því eindregið með því að þið lesið þessa grein og hægt er að nálgast hana á http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2407452&issId=185250&lang=is
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.