Það dregur til tíðinda.

broskarl_a_lesa.png Loksins, loksins eru þau komin, tíðindin sem Litla Skrudda er búin að bíða eftir, með mikilli eftirvæntingu, í eitt stykki ár. Enda hefur ekki verið gert mikið af viti hér á bæ síðan tíðindin komu. Okey, okey það eru svo sem engin ný tíðindi og því síður bókatíðindi. Sem sagt bókatíðindi 2010 eru komin og er Litla Skrudda er búin að fletta þeim aftur á bak og áfram. Búin að sjá nokkrar eða kannski frekar margar, margar bækur sem hún gæti hugsað sér að eignast, lesa og  setja í bókahillurnar. Því einhvern veginn er það þannig að þótt bókahillurnar séu fullar, stór stafli á náttborðinu og eitthvað í geymslu, þá á maður aldrei nóg af bókum.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband