Are Blog Here to Stay?

bloggtoo.jpgSíðasta haust las Litla Skrudda blaðagrein er heitir þvi virðulega nafni „Are Blogs Here to Stay?: An Examination of the Longevity and Currency of a Static List of Library and Information Science Weblogs“ eftir Kay Johnson. 

Spurningunni „Are Blog Here to Stay?“ hafði verið varpað fram og því ákvað höfundur að kynna sér hversu oft bloggsíður væru uppfærðar og hversu langlífar þær væru. Könnun var gerð á meðal bókasafnsfræðinga sem blogga á BlogBib. Könnunin tók yfir tímabilið frá janúar 2007 til apríl 2008 og skoðaði hún 89 bloggsíður sem reyndar fækkaði síðan í 82 og er greinin byggð á þeirri könnun.

Litla Skrudda getur ekki sagt að henni að henni hafi þótt greinin skemmtileg til aflestrar en viðurkennir jafnfram að það getur verið erfitt að skrifa skemmtilega grein um könnun af þessu tagi. Greinin er í raun svolítið þurr skýslugerð sem þarf ekki að koma á óvart, þar sem verið er að skrifa um könnunina og framkvæmt hennar. Þessi grein er um margt athyglisverð en alls ekki marktæk sem slík um bloggiðkun fólks almennt, þar sem höfundur einbeitir sér að bloggiðkun ákveðins hóps innan bloggheimsins. Því er ekki hægt að segja að þetta sé mjög vísindaleg könnun um hinn almenna bloggara, eða þá að nafnið á greininni ætti að vera annað. Og þar liggja einmitt að mínu mati hin stóru mistök höfundar.

Niðurstaðan eftir lestur greinarinnar er því sú að nafnið á henni er bandvitlaust og gefur manni til kynna að um sé að ræða úttekt á hinum stóra og víðfema bloggheimi.  

Hægt er að nálgast greinina á http://www.sciencedirect.com

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband