Spennandi

jokulsarlon.png Með því skemmtilegra er ég geri í vinnunni er að taka nýjar bækur uppúr kössunum. Þegar ég kom úr kaffi í einn daginn, fyrir dulitlu síðan, beið eftir mér forvitnilegur kassi. Hum, hugsa ég, hvað er nú að koma? Kíki á kassann ... aha bókasending ... gaman, gaman. Opna kassann varlega, gægist ofan í hann „nei vá“ muldra ég „þessi er flott“. Tek eina bók upp úr kassanum og skoða í krók og kring ... flott þessi maður. Tek restina af bókunum upp úr kassanum. „Hvað skyldi hún nú kosta“ spyr ég sjálfa mig. 2990,- 3990,- ...  best að gá. Æææ nei, ekki búið að skrá hana í kerfið hjá okkur ... bömmer.  Mikið væri nú gaman að skoða eina. Þyrfti nú kannski að hafa eitt sýnishorn af henni, æi ég tími því varla, hún verður bara rykfallinn og svo kemur öskufok og vesen. Tvístíg smá stund, en mig langar að skoða hana ... úbbs þarna kom alveg óvart smá gat á plastið utan um hana. Nei þetta er ekki hægt, hafa gat á plastinu ... ussum uss. Tek plastið utan af henni og byrja að skoða, nei vá maður flottar myndir, ekkert smá flottar

„Hvað ertu að skoða Radda?“ Heyrist sagt bak við mig. "Ha ég? jú sko ljósmyndabókina um Jökulsárlón"  .... "þrusuflott bók maður." 

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband