Friðland að Fjallabaki

arbok2010-kapa.jpg Friðland að Fjallabaki er árbók Ferðafélags Íslands fyrir árið 2010. Hún er eftir Ólaf Örn Haraldsson fyrir utan kaflann um náttúrufar sem er eftir þau: Ásrúnu Elmarsdóttur, Kristinn Hauk Skarphéðinsson, Kristján Jónasson og Sigmund Einarsson. Árbók 2010 fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, Friðland að Fjallabaki. Í henni er m.a. sagt frá útilegumönnum, fjárrekstrum um Fjallabaksveg, vörðum og sæluhúsum á Fjallabaksvegi nyrðri. Örnefna er getið og reynt að greina frá uppruna þeirra eftir því hægt er. Staðháttum er lýst sem og náttúrufari. Einnig er sagt frá fyrstu ferðum og rannsóknum á þessu svæði. Gönguleiðum, þekktar sem óþekktar, fjallferðum og vetrarferðum að Fjallabaki eru gerð skil. Loks er fjallað um ferðir í Landmannalaugar á 20. öld og um uppbyggingu Ferðafélag Íslands í Landmannalaugum.

Mér finnst hafa tekist vel til með þessa bók og eitt það fyrsta er vakti athygli mína við hana er hversu margar frábærar ljósmyndir prýða hana. Daníel Bergmann ljósmyndari tók ljósmyndir sérstaklega fyrir gerð bókarinnar en í henni eru einnig myndir eftir fjölda annarra ljósmyndara. Guðmundur Ingvarsson teiknaði kort er prýða bókina og hún ætti að nýtast öllu ferðafólki, hvort sem það ætlar að ferðast um gangandi, akandi nú eða bara í huganum.

Eftir að hafa skoðað bókina er Litla Skrudda orðin sannfærð um að Friðland að Fjallabaki sé eitt af fegurstu svæðum Íslands með stórbrotið náttúrufar og ekki laust við að komin sé fiðringur í hana að skoða þetta stórbrotna og skemmtilega landsvæði þar sem útilegumenn bjuggu fyrr á öldum.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband