Hver er Litla Skrudda?
13.9.2010 | 19:52
Litla Skrudda er skondin skrúfa sem sleit barnsskónum norður í Skagafirði enda Skagfirðingur að ætt og uppruna. Eftir nokkuð hefðbundna skólagöngu, fékk hún þá flugu í höfuðið að flytja "úr landi" eða alla leið til Vestmannaeyja. Bjó hún þar um árabil og unni hag sínum þar hið besta. Varð hún á þeim árum eldheitur stuðningsmaður ÍBV og er hún mikill Vestmannaeyingur í hjarta sínu. Einhvern veginn æxluðust svo hlutir þannig að Litla Skrudda flutti aftur upp á fastalandið og nú heldur hún sig á Selfossi. Litla Skrudda hefur lengstum unnið við verslunarstörf en stundum reynt að breyta til og prufa að vinna við eitthvað annað, en nei, ætíð snúið aftur "heim" í verslunarstörfin.
Litla Skrudda hefur hugsað sér að skrifa um ýmislegt sem tengist bókum enda eru bækur og bókalestur í miklu uppáhaldi hjá henni.
Góðar stundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.